Innlent

Samskip fá alþjóðleg umhverfisverðlaun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Prammar draga úr mengandi umferð þunglestaðra flutningabíla
Prammar draga úr mengandi umferð þunglestaðra flutningabíla mynd/samskip
Flutningafyrirtækið Samskip fékk á dögunum umhverfisverðlaun bresku flutningasamtakanna BIFA (British International Freight Association) fyrir umhverfisvæna flutningaaðferð sem hlotið hefur nafnið Bláa leiðin.

Í tilkynningu frá Samskip segir að hugmyndin að baki Bláu leiðarinnar sé að nýta flutningapramma á ám og sýkjum í Evrópu til gámaflutninga og draga þar með úr mengandi umferð þunglestaðra flutningabíla á vegakerfinu.

Meðal viðskiptavina Samskipa sem nýta sér Bláu leiðina í Evrópu má nefna hollenska bjórframleiðandann Bavaria, Heinz og framleiðanda Mars og Snickers súkkulaðisins í Evrópu. Á ári leysir Bláa leiðin af hólmi um 15.000 ferðir vöruflutningabíla hjá þessum þremur fyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×