Fótbolti

Sampaoli hættur með Argentínu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sampaoli á hliðarlínunni í leik Íslands og Argentínu í Moskvu
Sampaoli á hliðarlínunni í leik Íslands og Argentínu í Moskvu Vísir/Getty
Jorge Sampaoli hefur vikið úr starfi landsliðsþjálfara Argentínu. Hann yfirgefur starfið eftir að hafa komist að sameiginlegu starfslokasamkomulagi við argentínska knattspyrnusambandið.

Argentína átti nokkuð stormasamt mót á HM í Rússlandi og stóð liðið alls ekki undir væntingum. Argentína byrjaði mótið á 1-1 jafntefli við Ísland, sem var alls ekki ásættanleg niðurstaða fyrir þá argentínsku þó við Íslendingar höfum fangað henni. Þeir voru sundurspilaðir af Króötum í öðrum leik sínum og voru einu íslensku sigurmarki á lokamínútum lokaumferðar riðlakeppninnar frá því að detta úr keppni eftir riðlakeppnina.

Íslenska liðið tapaði hins vegar fyrir Króötum svo sigur Argentínu á Nígeríu dugði þeim í 16-liða úrslitin þar sem þeir voru slegnir út af Frökkum, sem áttu eftir að fara alla leið og vinna keppnina.

Sampaoli vildi halda áfram í starfi fram yfir Suður-Ameríkukeppnina árið 2019 en forráðamenn argentínska knattspyrnusambandsins vildu ekki hafa Sampaoli áfram við stjórnina.

Sampaoli fær eina milljón punda frá sambandinu í starfslokasamningnum sem er töluverð launalækkun þar sem hann hefði fengið samtals 7,8 milljónir punda í laun þau fjögur ár sem eftir voru á samningi hans.


Tengdar fréttir

Sampaoli: Ég kem sterkari til baka

Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, segir að hann muni koma til baka sterkari eftir tap Argentínu gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum HM.

Ekki gott að vera argentínskur þjálfari á þessu HM

Argentínski þjálfarinn Jorge Sampaoli var afar pirraður og fúll yfir úrslitunum á móti Íslandi í fyrsta leik Argentínumanna á HM í Rússlandi en það hefur gengið enn verr hjá löndum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×