Viðskipti innlent

Samningur United Silicon við Landsvirkjun og Landsnet ekki ríkisaðstoð

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
ESA segir að raforkuverð í samningnum sé hærra en meðalframleiðslukostnaður.
ESA segir að raforkuverð í samningnum sé hærra en meðalframleiðslukostnaður. Vísir/Vilhelm
Samningur United Silicon við Landsvirkjun og Landsnet felur ekki í sér ríkisaðstoð. Þetta er niðurstaða ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin segir að raforkuverð í samningum sé hærra en meðalframleiðslukostnaður Landsvirkjunar.



Stjórnvöld tilkynntu ESA um samningana sem snúast um kaup á raforku annars vegar og um flutning raforku hins vegar. Í framhaldinu lagði ESA mat á samningana. Stofnunin birti niðurstöðu á athugun sinni á samningunum tveimur í dag.



„Að mati ESA er samningur Landsvirkjunar um sölu raforku gerður á markaðskjörum og felur þar af leiðandi ekki í sér ríkisaðstoð,“ segir í tilkynningu ESA vegna athugunarinnar.



„United Silicon mun ekki fá undanþágur frá gjöldum sem fyrirtækinu ber að standa skil á. Öll gjöld eru reiknuð samkvæmt gildandi reglum á Íslandi og telur ESA því að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða,“ segir einnig.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×