Innlent

Samningur undirritaður um verkefni í öryggis- og varnarmálum

Randver Kári Randversson skrifar
Haraldur Johannessen, Ríkislögreglustjóri, Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Haraldur Johannessen, Ríkislögreglustjóri, Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Mynd/utanríkisráðuneytið
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Um er að ræða frekari útfærslu á samkomulagi frá 11. desember 2010 um ráðstöfun verkefna er Varnarmálastofnun fór áður með. Með samningnum er einnig fest í sessi formlegt samskipta- og samráðsferli forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis um öryggis- og varnarmál.

„Samningurinn festir í sessi fyrirkomulag verkefna sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri hafa sinnt afar vel og gerir okkur betur kleift að vinna að langtímaáætlunum í þessum mikilvæga málaflokki", segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í tilefni af undirrituninni. 

Auk þeirra Gunnars Braga og Hönnu Birnu undirrituðu samninginn Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×