Erlent

Samningur Kyrra­hafs­ríkja undir­ritaður

Guðsteinn Bjarnason skrifar
TPP-samningnum hefur harðlega verið mótmælt.
TPP-samningnum hefur harðlega verið mótmælt. Nordicphotos/AFP
Fulltrúar tólf Kyrrahafsríkja undirrituðu í gær fríverslunarsamning, sem hefur verið afar umdeildur.

Samningurinn nefnist á ensku Trans-Pacific Partnership, skammstafað TPP, og felur í sér niðurfellingu tolla og fleira sem auðveldar ríkjunum að eiga viðskipti sín á milli.

Sú leynd, sem hvílt hefur yfir samningaviðræðunum, hefur verið harðlega gagnrýnd. Einnig hefur gagnrýnin beinst að möguleikum fyrirtækja til þess að lögsækja ríki til að tryggja stöðu sína.

Ríkin tólf hafa nú tvö ár til þess að staðfesta samninginn, en hann nær til flestra vöruviðskipta og þjónustuviðskipta. 

Samtals nema viðskipti ríkjanna 40 prósentum af viðskiptum allra ríkja jarðar. Munar þar mest um Bandaríkin og Japan, en meðal annarra aðildarríkja má nefna Kanada, Mexíkó, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Malasíu og Singapúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×