Fótbolti

Samningslausi markvörðurinn getur valið á milli liða

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guillermo Ochoa fór á kostum á HM.
Guillermo Ochoa fór á kostum á HM. vísir/getty
Guillermo Ochoa, markvörður mexíkóska landsliðsins í knattspyrnu, getur valið á milli liða eftir frammistöðu sína á HM 2014 í fótbolta þar sem hann fór gjörsamlega á kostum.

Ochoa var leystur undan samningi hjá franska liðinu Ajaccio eftir að tímabilinu lauk í vor og mætti hann því án liðs á HM.

Mexíkóinn fór hamförum í markinu og fékk ekki á sig mark í riðlakeppninni, en frammistaða hans gegn Brasilíu í annarri umferðinni skildi menn eftir kjaftstopp.

Bæði Arsenal og Liverpool eru sögð hafa sýnt þessum 28 ára gamla markverði áhuga og þá hefur hann einnig verið orðaður við markvarðarstöðuna hjá Málaga á Spáni eftir að félagið seldi Argentínumanninn WillyCaballero til Manchester City í gær.

„Ég hef fengið mikið af tilboðum, bæði frá frönskum liðum og annarstaðar í Evrópu. En þetta er ekki tíminn til að ákveða sig. Ég ætla að skoða málin og taka mér tíma í þetta. Eftir tvær vikur tek ég ákvörðun og þá læt ég blaðamenn vita,“ segir Guillermo Ochoa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×