Fótbolti

Sammer ekki sáttur þrátt fyrir öruggan sigur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ósáttur við spilamennskuna
Ósáttur við spilamennskuna vísir/getty
Bayern Munchen skellti Kaiserslautern 5-1 í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. Þrátt fyrir það er íþróttastjóri félagsins, goðsögnin Matthias Sammer, ekki sáttur við spilamennsku liðsins.

“Við erum ánægðir með að vera komnir í úrslitin en ég er ekki ánægður með það hvernig liðið lék,” sagði Sammer við þýska fjölmiðla í gær.

„Leikmenn missa einbeitinguna of oft og það virðist ekki vera mikil samheldni á milli leikmanna. Menn eru of jákvæðir og of góðir við hvern annan.

„Það vantar meiri eldmóð og hugrekki til að koma fram og tala um þessa hluti. Ef hlutirnir breytast ekki verður erfitt að landa öðrum bikar.

„Ef við getum leikið aftur eins og áður en við tryggðum sigurinn í deildinni þá getum við unnið allt,“ sagði Sammer en Bayern hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum síðan liðið landaði þýska meistaratitlinum í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×