Enski boltinn

Sammarnir sameinaðir á nýjan leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Góðir saman.
Góðir saman. vísir/getty
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Crystal Palace, leitaði ekki langt yfir skammt þegar hann valdi sér nýjan aðstoðarmann.

Stóri Sam hefur nefnilega ráðið Sammy Lee, eða Litla Sam, sem aðstoðarmann sinn hjá Palace. Sammarnir eru því sameinaðir á ný.

„Ég hlakka til að vinna aftur með Sammy. Hann býr yfir gríðarlega mikilli reynslu,“ sagði Allardyce um nýja aðstoðarmanninn.

Lee aðstoðaði Allardyce hjá Bolton á árunum 2005-07 og tók svo við stjórastarfinu eftir að Stóri Sam fór til Newcastle.

Bolton gekk illa með Lee í brúnni og hann var rekinn í október 2007 eftir aðeins einn sigur í 11 deildarleikjum.

Stóri Sam leitaði aftur til Litla Sams þegar hann tók við enska landsliðinu eftir EM 2016. Það samstarf entist þó stutt en Allardyce hætti sem landsliðsþjálfari eftir aðeins 67 daga í starfi. Lee hætti svo hjá enska landsliðinu eftir að Gareth Southgate var ráðinn þjálfari þess í desember.

Allardyce tók við Palace á Þorláksmessu. Hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum sem stjóri liðsins.

Næsti leikur Palace er gegn West Ham á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×