Erlent

Samkomulagið stendur á brauðfótum

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/afp
Samkomulagið sem Rússar, Úkraínumenn, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið skrifuðu undir í Genf á fimmtudaginn í síðustu viku stendur nú á brauðfótum en aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum neita enn að yfirgefa opinberu byggingar sem þeir hafa hertekið.

Samkvæmt samkomulagi sem þjóðirnar og Evrópusambandið gerðu mér sér áttu þeir að yfirgefa umræddar byggingar.

Nú er Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, mættur til Kænugarðs þar sem hann mun ræða við Oleksandr Turchynov, forseta Úkraínu, og Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra, um ástandið í landinu.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í síðustu viku að allir aðilar hefðu komist að niðurstöðu um að draga úr átökum í Úkraínu eftir samningafund í Genf.

Fyrr í dag sakaði Lavrov aftur á móti úkraínsk  stjórnvöld um brjóta samkomulagið og að þeir hefðu ekki staðið við veitt loforð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×