Erlent

Samkomulag um þjóðstjórn í Afganistan

Atli Ísleifsson skrifar
Abdullah Abdullah (til vinstri) og Ashraf Ghani, (til hægri), verðandi forseti Afganistans, voru ánægður með samkomilagið.
Abdullah Abdullah (til vinstri) og Ashraf Ghani, (til hægri), verðandi forseti Afganistans, voru ánægður með samkomilagið. Vísir/AFP
Samkomulag hefur náðst um myndun þjóðstjórnar í Afganistan, en andstæðar fylkingar hafa deilt hart í kjölfar forsetakosninganna sem fram fóru í apríl og júní.

Ashraf Ghani verður næsti forseti landsins en sá sem var annar í forsetakjörinu, Abdullah Abdullah, mun tilnefna mann í stöðu með völd sem jafnast á við völd forsætisráðherra.

Kjörstjórn hefur nú lýst Ghani sigurvegara kosninganna en ásakanir um kosningasvindl hafa gengið á víxl síðustu mánuði. Í frétt BBC segir að óvissa um stjórn landsins hafi haft slæm áhrif á efnahag landsins og dregið úr öryggi.

Ghani og Abdullah undirrituðu samkomulagið í beinni sjónvarpsútsendingu frá forsetahöllinni í höfuðborginni Kabúl og féllust að því loknu í faðma.

Hamid Karzai, fráfarandi forseti, óskaði mönnunum til hamingju og sagði samkomulagið stuðla að frekari framförum og þróun landsins.

Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir ánægju með samkomulagið og segja það mikilvægt tækifæri til einingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×