Innlent

Samið við Hong Kong um skattaupplýsingar

Bjarki Ármannsson skrifar
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París, og Linda Lai, viðskiptafulltrúi Hong Kong gagnvart ESB, takast í hendur.
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París, og Linda Lai, viðskiptafulltrúi Hong Kong gagnvart ESB, takast í hendur. Mynd/Fjármálaráðuneytið
Norrænu ríkin undirrituðu tvíhliða samninga um upplýsingaskipti í skattamálum við Hong Kong í sendiráði Íslands í París í gær.

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að samningarnir heimili skattyfirvöldum í Hong Kong og á Norðurlöndunum að óska eftir og taka við skattupplýsingum um fyrirtæki og einstaklinga í hinum löndunum. Jafnframt skuldbindi ríkin sig til að berjast gegn skattaundanskotum á heimsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×