Innlent

Samið við bakhjarla Pepsi-deildar kvenna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bakhjarlar Pepsi-deildar kvenna skrifa undir.
Bakhjarlar Pepsi-deildar kvenna skrifa undir. vísir/vilhelm
Ölgerðin, Askja, Greiðslumiðlun og Hagkaup skrifuðu í gær undir samning við 365, útgefanda Fréttablaðsins, um að fyrirtækin verði bakhjarlar Pepsi-deildar kvenna í sumar.

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segist afar þakklátur bakhjörlunum fyrir að koma að þessu verkefni með 365. „Þetta hefur verið draumurinn frá því að ég hóf störf hjá 365. Með hvatningu hagsmunasamtaka félaga í úrvalsdeild kvenna, virkri umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, stuðningi KSÍ og bakhjarla varð þetta verkefni mögulegt. Fyrir þetta viljum við þakka,“ segir Sævar Freyr.

KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í úrvalsdeild kvenna, Íslenskur toppfótbolti og SportTV undirrituðu á dögunum framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst.

365 er útgefandi Fréttablaðsins og Vísis.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×