Innlent

Samið um líkamsrækt í Kópavogi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Visir/Vilhelm
Kópavogsbær og Reebok Fitness hafa skrifað undir samning um rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs, Salalaug og Sundlaug Kópavogs.

Samningurinn er til fimm ára með möguleika á þriggja ára framlengingu, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Samningurinn gerir ráð fyrir að boðið verði upp á árskort fullorðinna fyrir 39.990 og eldri borgara og öryrkja fyrir 25.000 og gilda kortin í líkamsrækt og sund,“ segir þar jafnframt.

Haft er eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, að hagstæð líkamsrækt við sundlaugar í bænum sé í anda markmiða bæjarins við gerð nýrrar lýðheilsustefnu.

Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvanna í september. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×