Innlent

Samgöngustofa segir upp þrettán manns

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu.
Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu. Vísir/Anton
Þrettán hefur verið sagt upp hjá Samgöngustofu í hópuppsögn í dag. RÚV greinir frá þessu og segir Þórólf Árnason, forstjóra stofnunarinnar, staðfesta það. Þá segir fréttastofan að ráðast eigi í umfangsmiklar skipulagsbreytingar á Samgöngustofu.



Samgöngustofa varð til við sameiningu Umferðarstofu, Flugmálastjórnar og Siglingarmálastofnunar. Ekki liggur fyrir í hverju breytingarnar sem standa fyrir dyrum felast en starfsmannafundur er í gangi þar sem það er meðal annars til umræðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×