Erlent

Samgöngumálaráðherra Malasíu biður heimsbyggðina að biðja til guðs

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Malasílasíuflugvélarinnar er enn leitað í Indlandshafi
Malasílasíuflugvélarinnar er enn leitað í Indlandshafi Visir/AFP
Leitin að malasíuflugvélinni stendur nú á krítískum tímamótum samkvæmt samgöngumálaráðherra Malasíu, Hishamuddin Hussein.

BBC greinir frá þessu.

Sérstakur köfunarbúnaður leitar nú að flugvélinni í Indlandshafi á 4000 metra dýpi, á tíu kílómetra radíus í kringum staðinn þar sem síðast voru greind púlsmerki sem vonast er til að hafi borist frá vélinni.

Hussein segir að það sé mikilvægt að einblína á leitina í dag og á morgun.

Leit köfunarbúnaðarins verður elfd næstu daga og eru miklar vonir bundnar við að hún beri árangur. 

Hussein biðlar til fólks í öllum heiminum og biðja til guðs að flugvélin finnist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×