Innlent

Samfylkingin vill breytingar á kosningalögum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mynd af fundi þingmanna og varaþingmanna Samfylkingarinnar með fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands.
Mynd af fundi þingmanna og varaþingmanna Samfylkingarinnar með fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands. Mynd/Samfylking.is
Samfylkingin hefur í hyggju að leggja fram tillögur að umtalsverðum breytingum á kosningalögum á komandi þingi sem sett verður að viku liðinni, þriðjudaginn 8. september.

Meðal tillaga flokksins eru að tryggja í stjórnarskrá aðgang almennings að því að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslumsem og að gera öllum frjálst að kjósa utan kjörfundar. Þá verði utankjörfundarstöðum fjölgað og vill flokkurinn að settir verði upp færanlegir kjörstaðir sem heimsæki skóla, fjölmenna vinnustaði og aðra fjölfarna staði í aðdraganda kosninga

Samfylkingin vill einnig að ákvæði kosningalaga um að aldraðir og aðrir sem ekki komast á kjörstað þurfi uppáskrift annarra til að fá að geta kosið heima verði afnumið, „heldur verði það valkostur fyrir þá sem vilja og öllum frjálst,“ eins og fram kemur á heimasíðu Samfylkingarinnar.

Breytingarnar eiga að færa kosningar nær fólki og markmiðið með þeim er að auka kosningaþáttöku almennt, þó sérstaklega meðal ungs fólks

Tillögurnar eru afrakstur fundar þingmanna og varaþingmanna Samfylkingarinnar með fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands sen funduðu á Esjustofu við Mógilsá á dögunum. Aðrar niðurstöður fundarins má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×