Innlent

Samfylkingin leið yfir viðræðuslitum

Samúel Karl Ólason skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ernir
Samfylkingin er leið yfir viðræðuslitum gærdagsins. Þó telja meðlimir flokksins að mögulegt sé að brúa bilið á milli flokkanna fimm sem hafa rætt saman á síðustu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni.

„Við töldum góðan möguleika á að þessir flokkar gætu myndað umbótastjórn þar sem í senn yrði unnið að endurreisn heilbrigðis- og menntakerfis og nauðsynlegra fjárfestinga í innviðum ásamt því að koma á kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur einnig fram að Samfylkingin hafi lagt til ýmsar hugmyndir um hvernig mætti fjármagna brýn verkefni.

„Okkur finnst mikill árangur hafa náðst í viðræðum milli þessara fimm flokka, bæði undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur og Birgittu Jónsdóttur. Við erum ánægð með samvinnuna við frábært fólk í öllum þessum flokkum og hlökkum til að taka upp þráðinn að nýju, reynist vilji til þess hjá öðrum.“


Tengdar fréttir

Enginn fær umboð frá Guðna

Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×