Erlent

Samflokksmenn vilja ekki styðja Donald Trump

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Stór hluti Repúblikana í bæði fulltrúa- og öldungadeild bandaríska þingsins er ekki tilbúinn til þess að lýsa yfir stuðningi við komandi forsetaframboð Donalds Trump, sitjandi forseta og samflokksmanns þeirra. CNN greindi frá í gær en Trump mun sækjast eftir endurkjöri árið 2020.

Viðtöl CNN við tugi þingmanna Repúblikana leiddu í ljós að stór hluti þeirra var ekki tilbúinn til að lýsa yfir stuðningi. Það þótti blaðamönnum CNN óvenjulegt þar sem slíkur stuðningur við sitjandi forseta er nærri sjálfgefinn. Þá hafi næstum enginn lýst eindregnum stuðningi við Trump í viðtölunum.

Þrátt fyrir að Trump hafi nú þegar lýst því yfir að hann muni sækjast eftir endurkjöri voru ýmsir þingmannanna óvissir um að sú væri raunin. Þannig sagði Bill Huiz­enga, fulltrúadeildarþingmaður frá Mich­igan, að hann þyrfti fyrst að vita hvort Trump sæktist eftir endurkjöri til að hann gæti svarað spurningu CNN.




Tengdar fréttir

Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim

Verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með einræðisherra Norður-Kóreu. Styttist í leiðtoga- fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Enn styttra í leiðtogafund ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Samið var um beina sjónvarpsútsendindgar frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×