Innlent

Samfélagið verður að styðja brotamenn

Kjartan Hreinn Njálsson. skrifar
Anna Kristín Newton.
Anna Kristín Newton.
Nauðsynlegt er að veita dæmdum kynferðisbrotamönnum og barnaníðingum stuðning að afplánun lokinni. Þetta segirr réttarsálfræðingur sem telur eftirfylgni mikilvægari en eftirlit þegar kynferðisbrotamenn eru annars vegar. Kjartan Hreinn Njálsson.

Við greindum frá því í kvöldfréttum í gær að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar eftir auknum heimildum til að fylgjast með dæmdum kynferðisbrotamönnum. Aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði eðlilegt að dómum fylgi heimild til að sinna eftirliti með viðkomandi í nokkur.

Skiptar skoðanir eru um hvernig þessu eftirliti skuli vera háttað. Bragi vísar til aðgerða Breta en úrræði þeirra byggja á lyfja- og samtalsmeðferð. Hreint eftirlit getur tekið til reglulegra heimsókna og félagsráðgjafar auk athuguna á áfengis- og vímuefnanotkun. Sérstök lagaákvæði þarf til að heimila slíkar aðgerðir.

Enn fremur skiptir sköpum að taka betur á málum þeirra sem þegar hafa brotið af sér. Eftir að hafa framið svo hræðilegan glæp og afplánað refsingu tekur önnur refsing við. Þetta er útskúfun frásamfélaginu, vinnumarkaði og hinu félagslega stoðkerfi.

„Við þurfum að horfast í augu við það að við útskúfum oft á tíðum þessa einstaklinga og gefum þeim ekki tækifæri til finna samastað í okkar samfélagi og það getur í einhverjum tilfellum gert þá hættulega,“ segir Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur. 


Tengdar fréttir

Vill aukið eftirlit með kynferðisbrotamönnum

Forstjóri Barnaverndarstofu og aðstoðarlögreglustjóri eru sammála um að hluti kynferðisbrotamanna ættu að sæta eftirliti og aðhaldi eftir að afplánun lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×