Erlent

Sameinuðu þjóðirnar hafi staðið sig illa

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Helen Clark gagnrýnir frammistöðu SÞ í friðar- og öryggismálum harðlega.
Helen Clark gagnrýnir frammistöðu SÞ í friðar- og öryggismálum harðlega. Vísir/EPA
„Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki staðið sig mjög vel í friðar- og öryggismálum,“ segir Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands.

Hún er ein þeirra sem helst þykja koma til greina sem arftaki Ban Ki-moons í stöðu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

„Ef við ætlum að ná árangri í baráttunni gegn ofbeldisöfgum þá er það fleira en bara leyniþjónusta og hernaðarsamstarf sem skiptir máli,“ sagði hún í viðtali við breska blaðið The Guardian. „Það þarf að ráðast að rótum vandans. Og það þýðir að það þarf að skoða þróunarmál, mannréttindi og friðarstarf: Hvernig er hægt að stilla þetta saman til að takast á við þessi mál?“

Það er allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem formlega kýs framkvæmdastjórann, en í reynd er það öryggisráðið sem ræður og þá hafa fastaríkin fimm neitunarvald. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×