Viðskipti erlent

Samdráttur í inn- og útflutningi í Kína

Finnur Thorlacius skrifar
Kínverska hagkerfið kólnar.
Kínverska hagkerfið kólnar. AFP
Útflutningur frá Kína dróst saman um 6,6% í mars í samaburði við mars í fyrra og svo virðist sem þetta stóra hagkerfi sé að kólna verulega. Í febrúar var enn meiri samdráttur, eða 18,1%. Innflutningur til Kína í mars minnkaði einnig um 11,3%.

Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem útflutningur dregst saman tvo mánuði í röð. Samdrátturinn í febrúar átti sínar skýringar en í þeim mánuði lokuðu margar verksmiðjur í Kína vegna hátíðarhalda kínversks nýárs. Minni skýringar eru á samdrættinum í mars og áttu greinendur von á að sjá aukningu bæði út- og innflutnings í þeim mánuði. 

Þessar nýju tölur auka á þær áhyggjur sem margir hafa haft af kínverska hagkerfinu og það er greinilega að hægja á hinum hraða vaxti þess síðustu ára. Vöruskiptajöfnuður í Kína var jákvæður um 7,7 milljarða dollara í mars, en hann var neikvæður um 23 milljarða dollara í febrúar. Spár um vöxt kínverska hagkerfisins hafa lækkað í kjölfar þessara nýju talna og er nú spáð 7,6% hagvexti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×