Innlent

Samdráttur er í aflaverðmæti á milli ára

kolbeinn óttarsson proppé skrifar
Verðmæti allra tegunda minnkaði á milli ára nema þorsks, makríls og humars.
Verðmæti allra tegunda minnkaði á milli ára nema þorsks, makríls og humars. Vísir/Óskar P. Friðriksson
Aflaverðmæti hefur dregist saman um 12,4 prósent á tólf mánaða tímabili, frá desember 2013 til nóvember 2014. Aðeins þorskur, makríll og humar jukust að verðmætum á milli ára. Aðrar tegundir gáfu af sér minna verðmæti.

Verðmæti afla í nóvember 2014 var um 2,7 prósentum minna en í sama mánuði árið 2013. Aflaverðmæti allra tegunda dróst saman, nema botnfisks, en þar var verðmætið 2,4 prósentum meira í nóvember í fyrra en sama mánuði árið áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Sé litið til nóvember á milli áranna tveggja kemur í ljós að afli seldur í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands stóð í stað að verðmæti á milli ára, en aflaverðmæti í sjófrystingu dróst saman um rúm fimm prósent í nóvember 2014, miðað við sama mánuð árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×