Viðskipti innlent

Samdráttur á þriðja ársfjórðungi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frá skráningu Regins í Kauphöll Íslands sumarið 2012.
Frá skráningu Regins í Kauphöll Íslands sumarið 2012. Fréttablaðið/Valli
Hagnaður af rekstri fasteignafélagsins Regins fyrstu níu mánuði ársins nam 1.182 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Fram kemur í árshlutauppgjöri sem félagið skilaði í gær að heildareignir samstæðunnar hafi í lok tímabilsins numið 52,9 milljörðum króna.

Eigið fé félagsins var 16,8 milljarðar króna að meðtöldu hlutafé upp á 1,4 milljarða. Í lok september var eiginfjárhlutfall félagsins 32 prósent.

Hagnaður félagsins fyrstu níu mánuði ársins jókst samkvæmt uppgjörinu um 8,3 prósent. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi dregst hins vegar saman um rúman fimmtung á milli ára, eða um 22,5 prósent. Hagnaður á fjórðunginum fór úr 557 í 432 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×