Enski boltinn

Samaras snýr aftur í enska boltann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Samaras
Samaras Vísir/getty
Gríski framherjinn Georgios Samaras skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Samaras kemur á frjálsri sölu frá Celtic en samningur hans rann út í vor.

Samaras sem er 29 árs gamall hefur leikið með Celtic undanfarin sex ár eftir misheppnaða dvöl hjá Manchester City þar á undan. Var hann valinn leikmaður tímabilsins af hálfu stuðningsmanna Celtic fyrir aðeins ári síðan.

Samaras er níundi leikmaðurinn sem Alan Irvine, nýráðinn knattspyrnustjóri West Brom, hefur fengið til liðs við sig.

„Við vorum að fá til liðs við okkur leikmann sem er með gríðarlega leikreynslu. Hann hefur spilað á stærstu sviðum fótboltans og honum líður best þegar pressan er á honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×