Viðskipti innlent

Samanlagður hagnaður nemur 43 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höskuldur H. Ólafsson
Höskuldur H. Ólafsson
Samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja eftir skatta á fyrri helmingi ársins nam 42,5 milljörðum íslenskra króna. Það er fjórum og hálfum milljarði minna en á sama tímabili í fyrra. Einn bankinn, Arion banki, sker sig úr hvað hagnað varðar en hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum og jókst um 1,9 milljarða frá sama tíma í fyrra.

Hagnaður Landsbankans nam 12,4 milljörðum króna eftir skatta en var 14,9 milljarðar á sama tíma í fyrra og hagnaður Íslandsbanka var 10,8 milljarðar samanborið við 14,7 milljarða króna áður.

Einskiptisliðir setja mikið mark á uppgjör Arion. Er það skráning og sala á hlutum í Reitum og drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber. Aftur á móti dregur úr áhrifum einskiptisliða á rekstur Landsbankans og Íslandsbanka. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×