Lífið

Sam svarar ekki í símann

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Smith hefði líklega verið svekktur að missa af símtalinu.
Smith hefði líklega verið svekktur að missa af símtalinu.
Breski söngvarinn Sam Smith missti næstum því af boði um að taka þátt í þrjátíu ára afmælis útgáfu jólalagsins Do They Know its Christmas?

En lagið var fyrst gefið út árið 1984 til styrktar fórnarlamba hungursneyðar í Eþíópíu.

Smith svarar ekki hringingum úr númerum sem hann þekkir ekki og hafði því ekki hugmynd um að Bob Geldolf væri hinum megin á línunni.

Símtalinu svaraði einn af hljómsveitarfélögum Smith sem var undrandi þegar hann komst að því hver var að reyna að ná í hann.

Geldolf og Smith náðu saman á endanum og sá síðarnefndi sagði það mikinn heiður að fá að taka þátt í verkefninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×