Innlent

Salvör Nordal ætlar ekki í forsetaframboð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Salvör Nordal verður ekki á kjörseðlinum í júní.
Salvör Nordal verður ekki á kjörseðlinum í júní. vísir/gva
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hún sagði frá ákvörðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld.

Þar kemur fram að þetta hafi verið niðurstaða hennar eftir vandlega yfirlegu með fjölskyldu og vinum. Einnig kemur fram að hún hafi fengið margar kveðjur úr fjölmörgum áttum.

„Þessar kveðjur met ég afar mikils og þær munu fylgja mér í störfum mínum í Háskólanum og/eða annars staðar næstu árin. Áherslur mínar verða áfram á rannsóknir og samræður tengdar siðfræði og lýðræði,“ skrifar Salvör.

Undir lok síðasta mánaðar hafði Salvör gefið út að hún lægi undir forsetafeldi eftir hópur fólks hafði skorað á hana að fara fram. Nú liggur ákvörðun fyrir.


Tengdar fréttir

Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn

Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×