Innlent

Salmonella í sesamsmjöri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Um er að ræða sesamsmjör í 250 gramma krukkum, óháð dagsetningu
Um er að ræða sesamsmjör í 250 gramma krukkum, óháð dagsetningu
Salmonella greindist í sesamsmjörinu Rapunzel Tahin (brown) og hefur Innnes því, í samráði við matvælaeftirlit Reykjavíkur, tekið ákvörðun um að innkalla vörurnar af markaðnum. Um er að ræða sesamsmjör í 250 gramma krukkum, óháð dagsetningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innnes og MAST.

Í tilkynningunni segir að fyrirtækið hafi framleitt Tahin brúnt í yfir 38 ár og aldrei áður lent í sambærilegu atviki. Því er unnið að frekari rannsóknum til að finna upptök með ráðgjöf utanaðkomandi aðila í samstarfi við viðeigandi matvælastofnanir. Innköllunin á einungis við um brúnt Tahin en ekki hvítt, né aðrar vörur frá Rapunzel.

Innnes hvetur því alla þá sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu verslun gegn endurgreiðslu vörunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×