Innlent

Salman Rushdie segir freka fauska og frethólka fagna sigri

Jakob Bjarnar skrifar
Salman Rusdie: Fauskar og frethólkar senda yngri kynslóðir á vit framtíðar sem þær kæra sig ekki um.
Salman Rusdie: Fauskar og frethólkar senda yngri kynslóðir á vit framtíðar sem þær kæra sig ekki um.
Twitter-skilaboð rithöfundarns Salman Rushdie hafa vakið athygli. Hann segir: Fauskar & frethólkar 1 Framtíðin 0. Eða: „Old Farts 1 The Future 0“.

Rushdie er þar með að vísa til niðurstöðunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu á Bretlandi þar sem meirihlutinn vill úr ESB. Ljóst er að rithöfundinum hugnast þetta lítt, telur þetta heimskulegt og spyr hvort ekki sé rétt að fylgja þessu eftir með tapi gegn Íslandi á EM?

Salman Rushdie vitnar í Dylan Jones-Evans, prófessor við Bristol Buisness School, sem birtir súlurit þar sem niðurstaða kosninganna er greind. Og kemur þar í ljós að ungt fólk er fylgjandi áframhaldandi veru í ESB – þeir sem eru á grafarbakkanum ekki. Ýmsir telja þetta kalda kveðju eldri kynslóða til þeirra yngri; að vilja senda hana á vit framtíðar sem hún ekki kærir sig um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×