Lífið

Salka Sól hættir á RÚV

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Salka Sól er á leið í samstarf með Gísla Erni.
Salka Sól er á leið í samstarf með Gísla Erni. Vísir/Ernir
Tónlistarkonan og útvarpsmaðurinn Salka Sól Eyfeld hefur sagt skilið við RÚV. „Nú er ég að fara að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um, sem er að fara í leikhúsið,“ segir hún við Fréttatímann.

Gísl Örn fékk Sölku til að koma með sér í verkefni í Þjóðleikhúsinu.
Salka Sól er á leið í samstarf með Gísla Erni Garðarssyni leikara og leikstjóra úr Vesturporti. 

„Ég fékk símtal frá Gísla Erni Garðarssyni sem er að fara að setja upp Hróa Hött í Þjóðleikhúsinu næsta haust, og vildi fá mig til þess að sjá um tónlistina og allan hljóðheim sýningarinnar,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×