Innlent

Salbjörg tapaði í Hæstarétti um að fá að búa heima

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Salbjörg Ósk Atladóttir og fjölskylda hennar hafa barist fyrir því síðustu tvö ár að hún fái að búa í sérútbúinni íbúð í einbýlishúsi foreldra hennar. Salbjörg þarf mikla aðstoð í daglegu lífi allan sólarhringinn. Þá aðstoð fær hún heim aðra hverja viku en hina vikuna hefur hún þurft að flytja á stofnun. Salbjörg fær ekki aðstoð heim alla daga því hún klárar mánaðarlegan kvóta borgarinnar á launagreiðslum fyrir starfsfólk á hálfum mánuði.

Þess skal getið að Salbjörg þarf alveg jafn mikla aðstoð inni á stofnun og heima fyrir. 

Læknar og fjölskylda Salbjargar eru á einu máli um að flutningar fimmtíu og tvisvar sinnum á ári og að tveir mismunandi starfshópar sinni Salbjörgu valdi henni mikilli streitu og erfiðleikum. Salbjörg og fjölskylda hennar fóru í mál við borgina en töpuðu því fyrir hæstarétti í gær. 

Fjölskyldan sagði borgina meðal annars skerða stjórnarskrávarinn rétt Salbjargar til friðhelgi einkalifs, heimilis og fjölskyldu. Brjóta lög um málefni fatlaðs fólks um að tryggja eigi jafnrétti, sambærileg lífskjör og skapa skilyrði til að lifa eðililegu lífi. Einnig að fatlað fólk skuli geta búið á eigin heimili í samræmi við þarfir og óskir.

Formaður Þroskahjálpar segir niðurstöðu dómsins vera gríðarleg vonbrigðivísir/skjáskot
Dómurinn féllst ekki á þetta með þeim rökum að borgin veiti Salbjörgu alla þá þjónustu sem regluverk hennar leyfi. 

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp, segir dóminn gríðarleg vonbrigði og það hafi komið í ljós að mannréttindi séu bara fögur orð á blaði. 

„Þannig að fyrir Salbjörgu á ég mér þá ósk að Reykjavíkurborg girði sig í brók og mæti henni þar sem hún er. En fyrir okkur sem hagsmunasamtök þá er þetta full ástæða til að brýna stjórnvöld, brýna Alþingi, til að fara í endurskoðun á lögum. Vegna þess að það sem við héldum að væri lög og reglur og viðurkenndir mannréttindasáttmálar – það heldur ekki fyrir Hæstarétti," segir Bryndís. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×