SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 20:15

Íslenska landsliđstreyjan setti nýtt sölumet hjá Errea

SPORT

Salbjörg spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld

 
Körfubolti
09:50 24. FEBRÚAR 2016
Salbjörg Ragna Sćvarsdóttir (númer 9) í leik međ Hamar á móti Stjörnunni.
Salbjörg Ragna Sćvarsdóttir (númer 9) í leik međ Hamar á móti Stjörnunni. VÍSIR/ERNIR

Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur gert tvær breytingar á leikmannahópnum sínum fyrir leik á móti Ungverjum í Laugardalshöllinni í kvöld.

Guðbjörg Sverrisdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir, sem voru með á móti Portúgal um síðustu helgi, hvíla í þessum leik.

Haukakonan Auður Íris Ólafsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir frá Hamri koma inn í íslenska liðið en Salbjörg Ragna mun þarna leika sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.

Þetta er fjórði leikur íslensku stelpnanna í undankeppninni en liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum þar af fyrri leiknum við Ungverja úti í Ungverjalandi.

Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Leikmannahópur landsliðsins í kvöld: (Nr. Nafn · Félag · Landsleikir)     
3    Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík · 4 landsleikir
4    Helena Sverrisdóttir · Haukar · 60 landsleikir
6    Bryndís Guðmundsdóttir · Snæfell · 38 landsleikir
7    Margrét Kara Sturludóttir · Stjarnan · 14 landsleikir
9    Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Grindavík · 39 landsleikir
10    Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell · 22 landsleikir
11    Pálína Gunnlaugsdóttir · Haukar · 34 landsleikir
12    Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík · 6 landsleikir
15    Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Hamar · Nýliði
22    Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell · 3 landsleikir
25    Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan · 32 landsleikir
26    Auður Íris Ólafsdóttir · Haukar · 8 landsleikir


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Salbjörg spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld
Fara efst