Erlent

Salah Abdeslam þögull sem gröfin í réttarhöldum yfir sjálfum sér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gríðarleg öryggisgæsla var í kringum réttarhöldin.
Gríðarleg öryggisgæsla var í kringum réttarhöldin. Vísir/AFP
Salah Abdeslam, sem grunaður er um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári, var þögull sem gröfin þegar hann mætti fyrir rétt í París í morgun. Lögfræðingur hans segir að hann muni svara spurningum síðar.

Abdeslam mætti fyrir rétt í miðborg Parísar í morgun þar sem dómarar ætluðu sér að spyrja hann út í þáttöku sína í hryðjuverkinum í París þar sem 130 létust. Öryggisgæslan fyrir utan réttarhöldin var gríðarleg en Abdeslam er haldið í hámarksöryggisgæslu-fangelsi rétt fyrir utan París.

Réttarhöldin voru haldin fyrir luktum dyrum en lögfræðingar Abdeslam, Frank Berton, sagði að skjólstæðingur sinn hafi ekki viljað segja neitt en að hann væri reiðubúinn til þess að svara spurningum síðar.

Umbjóðandi fjölskyldna þeirra sem létust í árásunum, Gerard Chemla, segir að Abdeslam beri siðferðislega skyldu til þess að aðstoða yfirvöld við rannsókn hryðjuverkanna.

„Ef þessi maður hefur samvisku mun hann aðstoða dómsmálayfirvöld við ransókn málsins til þess að ganga megi úr skugga um að það sem gerðist muni aldrei gerast aftur,“ sagði Chemla.

Abdeslam hefur verið ákærður fyrir þáttöku sína í hryðjuverkunum í París en hann lagði á flótta skömmu eftir að þau voru framin. Hann var handsamaður í Brussel fyrr á árinu skömmu áður en að hryðjuverkin í Brussel voru framin. Talið er að Abdeslam tengist þeim sem frömdu hryðjuverkin í Brussel.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×