Enski boltinn

Salah á undan Messi í baráttunni um Gullskó Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty
Mohamed Salah skoraði fernu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina og er þar með búinn að taka forystuna í baráttunni um Gullskó Evrópu.

Salah var með fjögur mörk og eina stoðsendingu í 5-0 sigri Liverpool á Watford á Anfield á laugardaginn og er þar með kominn með 28 mörk í 30 deildarleikjum.

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fá tvö stig fyrir hvert mark í baráttunni um Gullskó Evrópu og eiga það sameiginlegt með leikmönnum úr bestu deildum Evrópu.

Mohamed Salah er þar með kominn með 56 stig eða sex stigum meira en Lionel Messi sem er búinn að skora 25 mörk í spænsku deildinni. Messi var líka á skotskónum um helgina en skoraði þó bara eitt mark.

Staðan í baráttunni um Gullskó Evrópu:

1. Mohamed Salah, Liverpool     28 mörk - 56 stig

2. Lionel Messi , Barcelona    25 mörk - 50 stig

3. Edinson Cavani, PSG         24 mörk - 48 stig

3. Ciro Immobile, Lazio     24 mörk - 48 stig

3. Harry Kane, Tottenham    24 mörk - 48 stig

6. Jonas, Benfica        31 mark - 46,5 stig

7. Robert Lewandowski, Bayern    23 mörk - 46 stig

8. Cristiano Ronaldo, Real Mad.    22 mörk - 44 stig

8. Mauro Icardi, Inter        22 mörk - 44 stig

10. Sergio Agüero, Man. City    21 mark - 42 stig

10. Luis Suárez, Barcelona    21 mark - 42 stig

12. Neymar, PSG            20 mörk - 40 stig

Lionel Messi vann Gullskóinn á síðustu leiktíð en hann skoraði þá 37 deildarmörk sem skiluðu honum 74 stigum.

Það eru fjögur ár síðan að leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni vann Gullskó Evrópu eða síðan að Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, og Cristiano Ronaldo urðu jafnir. Cristiano Ronaldo var þá leikmaður Real Madrid en hann vann einnig Gullskó Evrópu sem leikmaður Manchester United tímabilið 2007-08.

Alfred Finnbogason er efsti íslenski leikmaðurinn í baráttunni um Gullskó Evrópu en framherji Augsburg er í 63. sætinu með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×