FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ NÝJAST 05:00

Litlu frelsismálin gera allt vitlaust

FRÉTTIR

Sala Össurar nam rúmlega 60 milljörđum króna í fyrra

 
Viđskipti innlent
22:29 02. FEBRÚAR 2016
Sveinn Sölvason fjármálastjóri og Jón Sigurđsson, forstjóri Össurar, á kynningarfundi vegna uppgjörs fyrirtćkisins í fyrra
Sveinn Sölvason fjármálastjóri og Jón Sigurđsson, forstjóri Össurar, á kynningarfundi vegna uppgjörs fyrirtćkisins í fyrra VÍSIR/VALLI

Söluvöxtur var hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri á öllum mörkuðum samkvæmt ársuppgjöri fyrirtækisins sem birt var í kvöld. Sala nam 62,7 milljörðum króna á árinu 2015 og nam söluvöxtur frá fyrra ári fimm prósent mælt í staðbundinni mynt.

EBITDA Össurar nam 12,6 milljörðum króna, eða tuttugu prósentum af sölu. Áætlun fyrirtækisins fyrir árið 2016 gerir ráð fyrir innri vexti á bilinu þrjú til fimm prósent og EBITDA framlegð á bilinu 20 til 21 prósent.

Að því er segir í tilkynningu vegna birtingar ársuppgjörsins verður lagt fyrir á hluthafafundi í mars að greiða út arð sem nemur 2,3 íslenskum krónum á hlut, sem nemur sextán prósentum af hagnaði.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Sala Össurar nam rúmlega 60 milljörđum króna í fyrra
Fara efst