Skoðun

Sala á kirkjum

Sigurður Óskar Óskarsson skrifar
Lesandi góður, mig langar að kynna fyrir þér hugmynd sem ég hef um hvernig hægt er að brúa bilið sem er hjá þjóðkirkjunni þar sem hana vantar 600 milljónir til þess að viðhalda kirkjum landsins svo þær liggi ekki undir skemmdum, en kirkjurnar eru víst um 800 talsins.

Því er ég með hugmynd um hvort ekki sé hægt að selja kirkjur til að brúa þetta bil. Núna hefur sjálfur fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, spurt hvort ekki væri hægt að selja eignir til að standa í skilum. Ég tel að þessi hugmynd sé svolítið skemmtileg og atvinnuskapandi þar sem innrétta þarf kirkju með turni og öllu. Þetta getur aukið möguleika á að unga fólkið flytji aftur í heimabyggð þar sem sums staðar vantar húsnæði.

Vissulega eru kannski kvaðir eins og grafir í bakgarðinum og það þarf víst að afkirkja húsið til þess að það sé ekki lengur guðshús. Þetta er svona hugmynd sem mig langar að varpa fram til ykkar og skoða hvort ekki sé grundvöllur fyrir þessu. Það gæti verið mjög gaman fyrir listafólk að gera eitthvað sem gleður augað og væri skemmtilegt tækifæri til að leyfa okkur að vera opin og viðsýn. Til eru dæmi erlendis um að kirkjum hafi verið breytt í bókasafn, skemmtistað og heimili.

Dansleikir í Hallgrímskirkju, þar er mikið gólfpláss og stórt orgel er þegar á staðnum.

Þá er ég ekki endilega að tala um skemmtistað fyrir ungt fólk eingöngu með plötusnúð á staðnum sem væri líka í lagi, heldur einnig svona 19. aldar dansleik með kjólfatnað jafnt fyrir unga sem aldna eða jú kannski svona skemmtistað.




Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×