Erlent

Saksóknari um Breivik: „Hann lítur á sjálfan sig sem ungan Adolf Hitler“

atli ísleifsson skrifar
Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt.
Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt. Vísir/AFP
Norski ríkissaksóknarinn Fredrik Sejersted segir að hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik lifi ekki tilgangslausu lífi í fangelsinu. Hann segir Breivik hafa þolað vistina í fangelsinu ágætlega, betur en margir aðrir fangar.

„Og ekki furða. Hann er „a man with a mission“. Hann er með skýrt markmið. Hann lítur á sjálfan sig sem ungan Adolf Hitler á fjórða áratugnum. Hann reiknar með að að sleppa úr fangelsi á einhverjum tímapunkti og verða leiðtogi,“ sagði Sejerstad, en réttarhöldum í máli Breivik gegn norska ríkinu var fram haldið í morgun.

Í frétt VG er haft eftir Sejerstad að það sé nú ljóst að mjög erfitt sé að ráða hvort að Breivik sé „andlega særanlegur eður ei“. Hins vegar sé ljóst að hann sé haldinn mikilli sjálfsdýrkun.

Dómstóll dæmdi í vor að norska ríkið hafi brotið á mannréttindum Breivik í fangelsi. Dómnum var áfrýjað og er málið nú tekið fyrir á æðra dómstigi.

Breivik drap 77 manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.

Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt.


Tengdar fréttir

Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól

Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×