Erlent

Saksóknari sakar Pistorius um lygar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Pistorius fyrir utan réttarsalinn í morgun.
Pistorius fyrir utan réttarsalinn í morgun. vísir/afp
Vitnaleiðslur hófust yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius í sjötta sinn í morgun en réttarhöldin yfir honum hafa dregist töluvert á langinn. Upphaflega var reiknað með að þau tækju þrjár vikur en þær eru nú orðnar sex. Hann er ákærður fyrir morð á kærustu sinni, Reevu Steenkamp.

Saksóknarinn Gerry Nel sakaði Pistorius um lygar í morgun. Að hans mati er frásögn Pistoriusar af dauða Reevu Steenkamp svo fjarstæðukennd að hún geti ekki mögulega verið sönn. Pistorius skaut Steenkamp til bana í febrúar í fyrra og segist hann hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.

Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×