Erlent

Saksóknari fer fram á handtökuskipun á hendur Park

Atli Ísleifsson skrifar
Park Geun-Hye er fyrsti lýðræðislegi kjörni forseti Suður-Kóreu sem hrökklast úr embætti áður en kjörtímabil hans er á enda.
Park Geun-Hye er fyrsti lýðræðislegi kjörni forseti Suður-Kóreu sem hrökklast úr embætti áður en kjörtímabil hans er á enda. Vísir/AFP
Saksóknari í Suður-Kóreu krefst þess að fyrrverandi forseti landsins, Park Geun-Hye, verði handtekinn vegna gruns um spillingu og misbeitingu valds.

Fyrr í mánuðinum var forsetinn sviptur friðhelgi og vikið úr embætti eftir að stjórnlagadómstóll landsins varði ákvörðun þingsins að kæra Park.

Park er sökuð um að hafa heimilað vinkonu sinni, Choi Soon-sil, að kúga fé úr stórfyrirsækjum í landinu.

Saksóknarar fullyrða í yfirlýsingu að þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé í fullu samræmi við lög og gildi að fara fram á handtökuskipun á hendur Park.

Park hefur hins vegar hafnað öllum ásökunum og segja verjendur hennar hættu á að sönnunargögn, sem sýni fram á sakleysi Park, verði eyðilögð.

Park er fyrsti lýðræðislegi kjörni forseti Suður-Kóreu sem hrökklast úr embætti áður en kjörtímabil hans er á enda, auk þess að missa friðhelgi sína.

Kosningar um hver muni taka við forsetaembættinu verða haldnar eigi síðar en 9. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×