Viðskipti innlent

Saksóknari áfrýjar Chesterfield-málinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrrverandi Kaupþingstoppa í málinnu, sem snýst um 70 milljarða lán.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrrverandi Kaupþingstoppa í málinnu, sem snýst um 70 milljarða lán. Vísir/GVA
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómum í Chesterfield-málinu til Hæstaréttar. Málið snýst um meint brot fyrrverandi stjórnenda Kaupþings vegna lána til Chesterfield United Inc. og Partridge Management Group S.A. upp á samtals 510 milljónir evra haustið 2008.

Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari við Mbl.is sem greindi fyrst frá.




Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði þá Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, í málinu í janúar síðastliðnum.



Tengdar fréttir

„Draumaviðskipti“ þar sem allir myndu græða

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, taldi að engin áhætta væri fólgin í því fyrir bankann að lána þremur eignalitlum eignarhaldsfélögum milljónir evra í byrjun ágúst 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×