Enski boltinn

Sakho kominn í 30 daga bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sakho hefur nægan tíma fyrir sjálfsmyndatökur á næstunni.
Sakho hefur nægan tíma fyrir sjálfsmyndatökur á næstunni. vísir/getty
Varnarmaður Liverpool, Mamadou Sakho, er kominn í 30 daga leikbann og það bann á eftir að verða lengra ef að líkum lætur.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hóf í dag málaferli gegn Sakho en hann féll á lyfjaprófi á dögunum. Fitubrennslutöflur eru sagðar hafa fellt Sakho.

Leikmaðurinn virðist vita upp á sig sökina því hann bað ekki um að tekið yrði B-sýni og mun sætta sig við þá refsingu sem hann fær hjá UEFA.

Þetta er aðeins tímabundið bann á meðan málið er tekið fyrir. Sakho fær svo sinn dóm áður en þessu 30 daga banni lýkur.

Sakho hafði áður komist að samkomulagi við Liverpool um að hann myndi ekki spila á meðan mál hans væri í ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×