Enski boltinn

Sakho hafnaði West Brom og Stoke

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sakho gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool.
Sakho gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. vísir/getty
Franski varnarmaðurinn Mamadou Sakho virðist ekki vera inni í myndinni hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.

Sakho var sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum fyrr í sumar vegna agavandamála og hefur verið tjáð að honum sé frjálst að yfirgefa félagið á láni.

Samkvæmt frétt BBC báru ensku úrvalsdeildarliðin West Brom og Stoke City víurnar í Sakho en hann hafnaði þeim báðum.

Frakkinn hefur ekki langan tíma til að finna sér nýtt lið því félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.

Sakho, sem er 26 ára, kom til Liverpool frá Paris Saint-Germain 2014 og hefur síðan þá leikið 79 leiki fyrir Bítlaborgarliðið. Margt bendir til þess að þeir verði ekki fleiri.

Sakho var dæmdur í tímabundið bann undir lok síðasta tímabils eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Nokkru síðar var málið látið niður falla eftir að í ljós kom að efnið sem Sakho notaði var ekki á bannlista.


Tengdar fréttir

Klopp hugsanlega að ná í Fuchs

Liverpool mun samkvæmt enskum fjölmiðlum bjóða í vinstri bakvörðinn Christain Fuchs sem er á mála hjá Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×