Erlent

Sakar Cruz um svindl í Iowa

Samúel Karl Ólason skrifar
Ted Cruz og Donald Trump.
Ted Cruz og Donald Trump. Vísir/EPA
Donald Trump hefur sakað mótherja sinn Ted Cruz um svindl í forvali Repúblikanaflokksins í IowaTed Cruz sigraði Trump í forvalinu á mánudaginn, en milljarðamæringurinn bar Cruz þungum sökum á Twitter nú í dag.

Trump fer fram á að kosið verði aftur eða að árangur Cruz verði felldur út. 



Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um for­kosningarnar í Banda­ríkjunum

Hann sakar Cruz um að hafa sagt kjósendum í ríkinu að Ben Carson væri hættur í framboði og að kjósendur hans ættu að velja Cruz í staðinn. Þá á Cruz að hafa sagt kjósendum að Trump væri mjög hlynntur Obamacare og vali kvenna til að fara í fóstureyðingar.

Trump segir það vera helbera lygi. Tíst Trump má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Kosið í Iowa

Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig.

Ted Cruz tók fram úr Trump

Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri.

Hver er þessi Ted Cruz?

Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra.

Trolla Trump vegna tapsins

Fáir hafa verið duglegri við að nota orðið „loser“ meira en forsetaframbjóðandinn.

Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart

Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne




Fleiri fréttir

Sjá meira


×