Innlent

Sagður hafa slegið sambýliskonu sína og hent henni út nakinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Héraðsdómur Suðurlands hefur til meðferðar ákæru ríkissaksóknara gegn manni sem sakaður er um ítrekaðar líkamsárásir gegn sambýliskonu sinni.
Héraðsdómur Suðurlands hefur til meðferðar ákæru ríkissaksóknara gegn manni sem sakaður er um ítrekaðar líkamsárásir gegn sambýliskonu sinni. Vísir/ÓKÁ/Getty
Héraðsdómur Suðurlands hefur til meðferðar ákæru ríkissaksóknara gegn manni sem sakaður er um ítrekaðar líkamsárásir gegn sambýliskonu sinni. Árásirnar eiga að hafa átt sér stað frá því skömmu fyrir jólin 2009 og fram í mars 2012.

Meðal annars er manninum gert að sök að hafa slegið konuna með þeim afleiðingum að hún féll á miðstöðvarofn og fékk skurð á enni. Þá er hann sakaður um að hafa sumarið 2010 dregið konuna, sem var nakin, út af heimili sínu, ýtt henni niður á gangstéttina og ekki hleypt henni inn þrátt fyrir beiðnir hennar. Einnig á hann að hafa hent konunni fáklæddri út úr húsi fyrri part árs 2011 þegar kalt var í veðri.

Í fyrsta lið ákærunnar, sem fyrst var gefin út í september í fyrra, var manninum gert að sök að hafa slegið konuna hnefahöggi í vinstri vanga með þeim afleiðingum að hún kjálkabrotnaði. Átti þessi árás að hafa átt sér stað á Þorláksmessu árið 2009. Þessum lið hefur þó verið vísað frá af bæði Héraðsdómi og Hæstarétti, sem staðfesti frávísunarúrskurðinn síðasta föstudag, þar sem rannsókn á þessari árás hafði þegar farið fram og verið felld niður.

Konan lagði ekki fram kæru vegna þessarar meintu árásar á sínum tíma en lögreglu barst ábending um málið eftir að hún leitaði sér aðstoðar á heilbrigðisstofnun. Lögregla ræddi við konuna og sambýlismann hennar á sumarmánuðunum 2010 vegna þessa, konan vildi ekki kæra og hann neitaði sök. Málið var fellt niður um ári síðar, þegar konan hafði þegar kært manninn á ný vegna annarra meintra brota.

Hæstiréttur staðfesti svo síðastliðinn föstudag frávísunarúrskurð Héraðsdóms Suðurlands á þessum liði á þeim grundvelli að ekki hefðu komið fram ný gögn sem réttlætt gætu það að ákæruvaldið ákærði fyrir alla liðina í einu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×