Lífið

Sagðist vera með typpið fast í finku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sjónvarpsmaðurinn Pétur Jóhann Sigfússon fór á kostum í FM95BLÖ á föstudaginn. Hann tók þátt í símahrekk þar sem hann hringdi á dýraspítala og sagðist vera með tittlinginn fastann í finku.

Konan sem svaraði var benti honum góðfúslega á að leita sér aðstoðar á bráðamóttökunni þar sem ekki væri hægt að aðstoða mannfólk hjá þeim.

Símtalið heppnaðist nokkuð vel og er í raun óborganlega fyndið. Finkur eru samheiti yfir smáfugla sem hafa keilulaga gogg og éta fræ. Um er að ræða nokkur hundruð tegundir sem falla undir fimm ættir og tilheyra ættbálki spörfugla.

Umræddir fuglar eru mjög smáir og því ætti að vera erfitt að festa typpið á sér við þessar aðstæður.

Efst í fréttinni má heyra hrekkinn sjálfan en hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×