Erlent

Sagði Obama að láta kærustuna í friði

Atli Ísleifsson skrifar
Aia Cooper (til vinstri) og Barack Obama á kjörstað í Chicago.
Aia Cooper (til vinstri) og Barack Obama á kjörstað í Chicago. Vísir/AFP
Kona sem kaus við hlið Barack Obama Bandaríkjaforseta á mánudaginn segist hafa skammast sín og orðið mjög hissa eftir að kærasti hennar sagði forsetanum að láta kærustu sína í friði.

Bandaríkjaforseti stóð við hlið Aia Cooper á kjörstað í Chicago þegar kærasti Aiu, Mike, ákvað að grínast í forsetanum. Forsetinn svaraði því til að hann hafi nú ekki haft slíkt í huga áður en hann bætti við að þetta væri „dæmi um „bróður“ sem gerir mann vandræðalegan að ástæðulausu“.

Í samtali við CNN segist Cooper orðið mjög hissa, skammast sín og byrjað að skjálfa eftir að kærasti hennar lét orðin falla.

Samskipti Aiu, Mike og Obama náðust öll á myndband og lauk þeim með að Obama gaf Aiu koss á kinn og faðmlag.

Obama var í Chicago til að aðstoða Pat Quinn ríkisstjóra sem á á brattann að sækja en hann sækist nú eftir endurkjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×