Sport

Sagði af sér eftir umdeild ummæli um konur í tennis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Moore er hér í hvíta bolnum að hlusta á Serenu Williams.
Moore er hér í hvíta bolnum að hlusta á Serenu Williams. vísir/getty
Raymond Moore hefur sagt af sér sem stjórnarformaður Indian Wells-tennismótsins í kjölfar ummæla hans sem gerðu allt vitlaust.

Moore sagði að konur í tennis mættu þakka fyrir karlmennina í íþróttinni því þær fengju far í lestinni með þeim og græddu mikið á því. Í raun ættu þær að fara á hnén og þakka Guði fyrir tenniskarlana á hverju kvöldi.

Þessi ummæli fóru ekki vel ofan í konurnar og besta tenniskona heims, Serena Williams, sagði meðal annars að ummælin væru dónaleg og alls ekki nákvæm.

Sú umræða var komin upp að konur ættu ekki að taka aftur þátt á þessu móti á meðan Moore væri við stjórnvölinn. Sá hausverkur er nú leystur.


Tengdar fréttir

Karlar eiga að fá meira greitt en konur

Besti tennisleikari heims segir að karlar eigi að fá stærra sneið af tenniskökunni en konur þar sem fleiri komi að horfa á þá spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×