Innlent

Sagan þegar lögheimilið var skráð í Jökulsárhlíð

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum eitt, í viðtali um lögheimili Sigmundar Davíðs, sem var í húsinu til vinstri, Hrafnabjörgum þrjú.
Jónas Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum eitt, í viðtali um lögheimili Sigmundar Davíðs, sem var í húsinu til vinstri, Hrafnabjörgum þrjú. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Bóndinn, sem árið 2013 lét Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formann Framsóknarflokksins, fá sveitabæ í Jökulsárhlíð undir lögheimili, segir slæmt að missa góðan útsvarsgreiðanda úr sveitarfélaginu. Rætt var við Jónas Guðmundsson, bónda á Hrafnabjörgum, í fréttum Stöðvar 2. 

Þeir í Jökulsárhlíð fóru að kalla það Ráðherrabústaðinn, húsið að Hrafnabjörgum þrjú, þegar Sigmundur Davíð átti þar lögheimili sitt. Eigandinn er bóndinn á Hrafnabjörgum eitt, Jónas Guðmundsson.

Séð yfir hluta bæjatorfunnar á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð. Lögheimili forsætisráðherrans var í húsinu fyrir miðri mynd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Húsið er núna leigt út sem orlofshús hjúkrunarfræðinga. Þegar við hittum Jónas á dögunum í heyskap á túninu neðan hússins fræga notuðum við tækifærið til að spyrja bóndann að því hvernig það hefði komið til að Sigmundur Davíð skráði þar lögheimili sitt. 

Hér má sjá viðtalið við bóndann:


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð með lögheimili á Akureyri

Búsetumál Sigmundar Davíðs hafa verið nokkuð til umfjöllunar allt frá því hann flutti lögheimili sitt fyrir alþingiskosningarnar árið 2013 á eyðibýli í Jökulsárhlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×