Lífið

SagaFilm selja sauna-bað Georgs

Spaugstofan
Spaugstofan
„Þessi markaður í dag verður náttúrulega sjúklega stór. Við erum að selja alla leikmuni, föt, tækjabúnað og hinum ótrúlegustu hlutum sem Saga Film hefur sankað að sér í gegnum þessi 36 ár sem við höfum starfað,“ segir Alda Karen Hjaltalín, sem starfar hjá fyrirtækinu, en hið íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtæki heldur flóamarkað í dag, í húsnæði þeirra á Laugavegi 176.

„Þetta er rosalega mikið magn af skemmtilegu dóti. Svona að gamni má nefna sauna-baðið sem Georg Bjarnfreðarson notaði í Dagvaktinni, málverk af Jóhönnu Sigurðardóttur sem var notað í leikmyndina í Spaugstofunni á árum áður, málverk af Davíð Oddssyni í hempu og svo mætti lengi telja,“ heldur Alda Karen áfram.

Saga Film hafa tekið upp suma vinsælustu innlendu þáttaraðir sem gerðar hafa verið, svosem Ástríði, Stelpurnar, Pressu, Rétt, Spaugstofuna, Svínasúpuna, og Heimsenda svo eitthvað sé nefnt.

„Við verðum líka með tæki úr tækjaleigunni okkar, Luxor,“ heldur Alda Karen áfram og hvetur tækjanörda til að sækja markaðinn. 

Markaðurinn stendur frá eitt til fimm í dag.

„Þetta verður allt selt á kostakjörum. Við eigum svo mikið af dóti að við verðum að losna við þetta,“ segir Alda Karen og hlær.

„Við erum með tvær stórar geymslur sem hafa verið undirlagðar öllu þessu dóti. Við ætlum að nota geymslurnar til að stækka við stúdóið okkar, þannig að við verðum að selja innan úr þeim.“

Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×