Erlent

Saga yngsta líffæragjafa Bretlands vekur athygli

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Um 378 prósent aukning var í skráningu til líffæragjafa í Bretlandi eftir sögu Teddy.
Um 378 prósent aukning var í skráningu til líffæragjafa í Bretlandi eftir sögu Teddy. Vísir/Epa
Yfir tvö þúsund einstaklingar í Bretlandi hafa skráð sig sem líffæragjafa eftir að foreldrar yngsta líffæragjafa Bretlands sögðu sögu hans. Teddy Houlston var aðeins rúmlega klukkustunda gamall þegar hann lést en hann fæddist með sjaldgæfan og ólæknandi sjúkdóm sem gerði það að verkum að heili hans og höfuð þroskaðist ekki eðlilega.

Í frétt Telegraph kemur fram að saga Teddy hafi orðið til þess að 378 prósent aukning varð á milli daga í skráningu fólks til líffæragjafa á heimasíðu NHS, heilbrigðiskerfi Breta. Um sex þúsund manns heimsóttu síðuna og tvö þúsund skráðu sig. Í fréttinni segir einnig að í Bretlandi látist að meðaltali þrír á degi hverjum sem bíða eftir líffæri og að um sjö þúsund séu á biðlista.

Foreldrar Teddy vissu snemma á meðgöngunni að hann væri mikið veikur og myndi ekki lifa lengi eftir fæðingu. Teddy og tvíburabróðir hans fæddust fyrir ári síðan en Teddy lést aðeins 100 mínútum eftir fæðingu. 

Mike og Jess Houlston, foreldrar Teddy, tóku þá ákvörðun að gefa líffæri hans en með því vildu þau halda minningu hans á lofti. Fullorðinn maður sem þjáðist af nýrnabilun fékk nýru frá Teddy.

Foreldrar Teddy segja segja það hafi hjálpað þeim gríðarlega að vita að Teddy hafi bjargað lífi manns og vilja að saga hans veki fólk til umhugsunar.


Tengdar fréttir

Fjölskylda Skarphéðins vill minnast líffæragjafa

"Við vitum á eigin skinni hversu erfitt er að standa frammi fyrir því að missa nákominn og erum Skarphéðni okkar ævinlega þakklát fyrir að hafa verið búinn að taka afstöðu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×